Hoppa yfir á aðal efni

Allt á einum stað

Möndlu appið gerir þér kleift að hafa yfirsýn og aðgang að þínum aðgangsmiðum, klippikortum og áskriftarkortum allt á einum stað.

Kortið í símanum

Möndlu appið gerir þér kleift að hafa kortið í símanum. Með örfáum smellum getur þú opnað dyr og hlið, og haft yfirsýn og aðgang að þínum þjónustum.

Virkir þjónustuaðilar

Tæknivit

Mandla er vörumerki Tæknivits. Tæknivit ehf. býður upp á margvíslegar tæknilausnir með aðaláherslu á sjálfvirkni í skráningum, gjaldtöku, aðgangsstýringu og afgreiðslu svo eitthvað sé nefnt. Lausnir okkar hafa m.a. verið mikið notaðar á ferðamannastöðum um land allt. Tæknivit býr yfir mikilli og víðtækri reynslu á hinum ýmsu sviðum tæknilausna. Kíktu nánar á úrval lausna Tæknivits á taeknivit.is.

Einföld stjórnun fyrir fyrirtæki

Álfheimar er íslenskt, fjölhæft upplýsingakerfi þróað af Tæknivit. Kerfið býður upp á lausnir eins og uppgjörs-, skýrslu-, bókunar- og afgreiðslukerfi, viðburðastýringu, stjórnborð og skýjalausn. Það heldur utan um rekstrartengdar upplýsingar og veitir viðskiptavinum sveigjanleika til að framkvæma stillingar sjálfir. Álfheimar er opið kerfi sem vinnur með ýmsum kortum og tækjum, óháð endabúnaði. Með því getur þú fylgst með fjölda viðskiptavina, þjónustunýtingu, greiðslumátum og kortahreyfingum í rauntíma. Þetta einfaldar rekstur og eykur skilvirkni með alla þjónustu á einum stað.